Ágætu félagsmenn

Aðalfundur Félags íslenskra gullsmiða verður haldinn laugardaginn 24. febrúar í Golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), í Grafarholti og hefst fundur kl. 16.00

Dagskrá aðalfundar:

Inntaka nýrra félaga.
Fundargerð síðasta aðalfundar.
Skýrsla stjórnar
Skýrslur nefnda.
Kosning nýrrar stjórnar.
Kosning í nefndir
Önnur mál.

Stjórnin.

Nýsveinahátíð 2018

Þær Sunna Björg Reynisdóttir og Alda Halldórsdóttir,  sem báðar luku sveinsprófi í gull- og silfursmíði síðasta vor, hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á glæsilegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Í viðtali við Morgunblaðið sama dag, 3. febrúar, segir Sunna frá því hvernig hún ákvað að hefja nám í faginu. Hún lærði hjá hinum kunna meistara Þorbergi Halldórssyni og einnig hjá Andy Kuhlmann, sem er gull- og silfursmíðameistari í Stokkhólmi. Sunna er iðnaðarverkfræðingur og starfar hjá Eflu verkfræðistofu. Í viðtalinu segir hún að gaman sé að geta gripið í gullsmíðina og séð hugmyndir verða að veruleika á nokkrum dögum í stað nokkurra ára. Alda Halldórsdóttir lærði hjá öðrum kunnum meistara, Önnu Maríu Sveinbjörnsdóttur sem hefur verið dugleg að senda frá sér mjög flinka gull- og silfursmiði.

HönnunarMars

 

Undirbúningsnefndin þetta árið er skipuð þrem nýliðum og einum reynslubolta, það eru; Alda, Sunna, Eyþór og Halla. Eru allir gullsmiðir hvattir til þátttöku. Þemað þessu sinni er NYTJAHLUTUR. Leggur sýningarnefnd til að hverjum þátttakenda verði afhentur munur sem nota skal sem kveikju eða innblástur við smíðina. Þátttakendur eru boðaðir til fundar þann 1. febrúar kl 18:30 í Tækniskólanum, gullsmíðastofunni – stofa 239. Ferkari upplýsingar koma svo í tölvupósti frá SI.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Demantaskírteini

Kæru félagar,
Nú líður að jólum og vonandi fer jólaverslun vel af stað hjá öllum. Ef ykkur vantar demantaskírteini þá er hægt að nálgast þau hjá Berglindi sem er einn af okkar tengilum hjá SI. Endilega hafið samband við hana í gegnum mail berglind(hjá)si.is eða í síma 591-0103.
Kveðja,
Nefndin.

Mun gullverð fara í $5.000,-

Ódýrt fjármagn og aukinn áhugi á gulli gæti fjórfaldað verð á gulli. Það er skoðun fjárfestisins Rob McEwen sem er einn auðugasti maður Kanada. Hann telur að ódýrt fjármagn hafi valdið bólu á hlutabréfa og fasteignamarkaði, og jafnvel á markaði með listaverk.  Aðrir telja að alþjóðleg spenna og óvissa ýti undir verðhækkun. Nánar á vef RTViðbót; fróðleg grein um það sem kalla mætti huldufjármagn.